Flugumyri.com » Gisting í Skagafirði


Gisting í Skagafirði

Boðið er uppá gistingu í séríbúð með tveimur tveggjamanna herbergjum og einu þriggjamanna herbergi. Sameiginlegt eldhús er fyrir gesti og baðherbergi með sturtu. Vel staðsett gisting fyrir einstaklinga, fjölskyldur og minni hópa í persónulegu og fallegu umhverfi.

Um Flugumýri

Flugumýri er fornt höfuðból í hjarta Skagafjarðar, hins þekkta hrossaræktarhéraðs, Flugumýri heitir eftir hryssu Þóris dúfunefs sem var hvötust allra hrossa.  Fjölskyldan á Flugmýri II hefur náð framúrskarandi árangri í hrossa rækt  á íslenska hestinum. Flugumýri var kosið ræktunarbú ársins 2001 yfir landið, auk fjölda annarra viðurkenninga. Boðið er uppá hestasýningar með sögukynningu, hestaferðir og heimsókn á hrossaræktarbú.

Næsta þéttbýli/sundlaug: Varmahlíð 7 km
Næsti golfvöllur: Sauðárkrókur 33 km

Gestgjafar: Eyrún Anna Sigurðardóttir og Páll Bjarki Pálsson

Vinsamlegast hafið samband við heimilisfólkið á Flugumýri.

Skoða myndur af gistihúsi