Flugumyri.com » Heim » Hrossaræktarbú » Hestar til sölu

Aría frá Flugumýri seld/sold

F: Keilir frá Miðsitju

FF:Ófeigur frá Flugumýri

MF:Krafla frá Sauðárkróki

M: Komma frá Flugumýri

FM: Bárður frá Bárðartjörn

MM: Kolskör frá Gunnarsholti

 

 

Aría frá Flugumýri er  háættuð flott alhliðahryssa.

Það má með sanni segja að í henni renni blátt blóð, þar sem topp einstakingar leynast víða í ættinni hennar.

Komma móðir hennar var frábær reiðhryssa sem hlaut hæðst 8.48 fyrir hæfileika, hún er svo undan gæðingshryssunni Kolskör frá Gunnarsholti sem hefur geifð fimm 1.v afvæmi.. Kolskör hefur 8.57 fyrir hæfileika þar af 9 fyrir tölt og brokk. Faðir Kommu, Bárður, var frábær hæfileika hestur og gaf nokkur stór góð hross úr lítlum afkvæma hóp.

 Heiðursverðlauna hestinn Keili föður Aríu þarf vart að kynna en hann hefur verið einn vinsælasti stóðhestur hér á landi undan farin ár, en hefur nú verið seldur út. Hann er svo undan Ófeigi frá Flugumýri og Kröflu frá Miðsitju einni bestu kynbóta hryssu landsins.

Aðall Aríu er frábært og mjúkt tölt með flottum fótaburði, enda hefur hún ekki langt að sækja það. Hún er líka mjög fasmikil og glæsileg í reið og viljug. Hún er með flotta og stælt byggingu, með frabært bak og öfluga lend og reistan og vel settan háls

Aría ætti að henta vel fyrir þann sem er að leita sér að topp kynbótahryssu, einnig gæit Aría hentað afar vel í töltkeppni.

 

Hafið samband til að fá nánari upplýsingar um Aríu

Aría, sú jarpa, á dillandi hægu tölti Nýjar myndir koma bráðlega

 

« Til baka