Flugumyri.com » Heim » Hrossaræktarbú » Hestar til sölu

Þrymur frá Litlu-Gröf -Seldur

Þrymur er bráðefnilegur keppnishestur með fallegar hreyfingar og mikla fótlyftu. Töltið er úrvalsgott og brokk einnig og Þrymur býr einnig yfir skeiði en það hefur ekki verið þjálfað mikið. Stökkið og fet mjög gott  Þrymur frá Litlu-Gröf
F:Gyllir frá Hafsteinsstöðum
M:Þruma frá Litlu-Gröf.
Þrymur er gríðalega spennandi hestur hágengur, rúmur og mjúkur, töltið er hans aðall, hann hefur gríðalega mjúkt og rúmt tölt með mikilli fótlyftu, brokkið er einnig mjög efnilegt flott og svif mikið en hann þarf að ná meiri styrk til að ná fullu valdi á því. Stökkið er einnig mjög gott og fetið sömuleiðis.
Þrymur er því með úrvalsgóðan klárgang og ætti því að henta vel í fjórgáng eða unglinga keppni , hann hefur t.d farið í 8.32 í B- flokk. En það sem gerir Þrym mest spennandi er að hann hefur mjög efnilegt skeið og má búast við því að klárinn verði  afar öflugur í fimgangs eða a-flokkskeppni síðar meir. Þrymur er því hestur sem lofar gríðarlega góðu og gengur jafnt í fjórgangs sem fimmgangsgreinar. Þrymur mundi því geta með sanni geta kallast klárhestur með skeiði!

 

SELDUR!


 

 

 

 

 

 


« Til baka