Flugumyri.com » Heim » Hrossaræktarbú

 

Ræktunarbú

Hrossarækt þeirrar Eyrúnar Önnu og Páls Bjarka á Flugumýri II byggir að stórum hluta á Ófeigi 882 og gæðingshryssunni Kolskör frá Gunnarsholti sem er máttarstólpi í hrossarækt þeirra. Sonur hennar stóðhesturinn Kormákur frá Flugumýri hefur skipað sér í fremstu röð og var hæst dæmdi 1. verðalauna stóðhestur landsins fyrir afkvæmi árið 2002. Þá var og stóðhesturinn þeirra Seiður hæst dæmdi fjögurra vetra stóðhestur landsins á landsmóti 2008 með hæstu einkunn sem fjögurra vetra stóðhestur hefur fengið, einkunnina 8.42
Þau Páll og Anna voru kosin ræktunarmenn ársins 2001 í hrossarækt og hlutu heiðursverðlaun Búnaðarfélags Íslands fyrir.

 

Skoðaðu úrval þeirrar þjónustu sem við bjóðum upp á. Hvort sem þú vilt skoða okkar stórkostlega úrval stóðhesta, fræðast meira um hestaleiguna eða hestasýningar eða hafa samband við okkur.

 

                                                              Fjölskyldan  sumarið 2008

 

Hestar til Sölu


Á flugumýri má finna hesta fyrir allar tegundir hestamennsku hvort sem er kepnishestar eða fjölskylduhestar og allt þar á milli.  

  • Undir liðnum "hestar til sölu" má finna úrvalið okkar, en jafnframt er upplagt að hafa samband við heimilsfólkið á flugumýri sem hjálpa þér að finna rétta hestinn fyrir þig.

Fjölskyldan á Flugumýri

Fjölskyldan að Flugumýri árið 2004