Flugumyri.com

Segull hefur gert það gott á keppnisvellinum í sumar- English

Segull frá Flugumýri hefur staðið sig vel á keppnisvellinum í sumar. Hann reyndi sína frumraun á Fákaflugi þar sem Mette fór með hann í B-flokk og stóð hann efstur eftir forkeppni með 8,57. Í úrslitum gerði hann enn betur einkuninn 8,77 og fyrsta sætið í höfn.
Nokkrum vikum síðar fór Mette með hann í fjórgang og tölt á Íþróttamót Þyts á Hvammstagna. Eftir forkeppni stóð hann efstur í tölti með 7,33 og fjórgang með 7,60. Hann sigraði svo fjórganginn með 7,53 og hlaut annað sæti í töli með 7,67.

Our Segull has begun his competition career with good start. In two competitions has he has twice bin in first place and once 2nd, rider like before Mette Manseth. He got the score 8, 77 in B-clas, 7.53 in fourgait and 7, 67 in tolt. We are wery happy with this good performance from Mette and Segull.

 

 

« Til baka