Flugumyri.com

Kappadóttir

Nú þegar öll folöld eru komin í heimin og ræktunar hryssurnar komnar í hausthagana, er gaman að sjá hvað við fengum undan þeim í ár.

Undanfarinn ár höfum við verið einkar óheppin með kynjahlutföllin, og í fyrra fengum við til að mynda aðeins eina hryssu, en níu hestfolöld!
Við vorum því afar kát þegar við sáum að Hending okkar hafði gefið okkur fíflibleika hryssu, undan Kappa frá Kommu.

Hending klikkaði ekki nú , frekar en fyrri daginn og er hryssan stór og myndarleg og ganglagið eins og við viljum hafa það!
Hending er ein af okkar allra bestu hryssum og er þetta níunda afkvæmi hennar. Sex afkvæmi hafa verið tamin og fóru fjögur af þeim  í 1.verðlaun. Hin tvö sem ekki hafa komið til dóms eru Haukur, sem hefur verið fjórgangskeppnihestur Sigga Rúnars og Hrund mjög efnileg alhliðahryssa.
 Hending á svo von á sínu tíunda afkvæmi næsta vor, en faðirinn af þvi er ungstirnið Herjólfur frá Ragheiðarstöum og verður spenandi að sjá hvað kemur út úr því!
« Til baka