Flugumyri.com

Hrossasala

Nú þegar byrjar að hausta glæðist líf í hrossasölu, eins og á hverju ári.

Í dag fóru fr´abúinu, tvær hryssur til nýs eiganda.

Það voru þær Freisting frá Sauðárkróki og Aría frá Flugumýri

Aría er alhliðahryssa með frábært tölt, undan Kommu frá Flugumýri og Keili frá Miðsitju.

Aría er glæsileg hryssa

Henni verður nú sleppt í nýjum heimkynnum  og fær smá hvíld, en við munum öruglega sjá hana spræka á kynbóta og keppnisvöllunum næsta sumar.

 

Freisting er efnileg fjórgangshryssa, rauðskótt undan kynbótahestinum Álfasteini frá Selfossi

 

 

Á síðustus dögum höfum við einnig selt stóðhestinn Jarp frá Hrafnagili, Þyrni frá Borgarhóli og hina stórættuðu Hrund frá Flugumýri, sem er undan Klett frá Hvammi og Hendingu frá Flugumýri.

 

Við óskum nýjum alls hið besta með hrossin!

Við eigum enþá nokkur hross á söluskrá, þar á meðal Hlyn frá Ytra- Vallholti frábæran reiðhest.

Endilega kíkið á sölusíðuna!

 

« Til baka